Fara í efni

Fréttir

25.08.2025

Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?

SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að...
22.08.2025

Upplýsingar um systkinaafslátt í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum

Skagafjörður bendir foreldrum/forráðamönnum, sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólaaldri og/eða barn á grunnskólaaldri sem sækir frístund eftir skóla, á verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði. Systkinaafsláttur Systkini sem eru í mismunandi úrræðum á vegum sveitarfélagsins...
21.08.2025

Vatns- og hitaveitutruflanir í Hlíðahverfi í dag - 21. ágúst

Vakin er athygli á því að lokað verður fyrir kalda vatnið í eftirfarandi götum kl. 10:00: Kvistahlíð Grenihlíð Lerkihlíð Hvannahlíð Furuhlíð Einnig verður heitt vatn ótryggt í Kvistahlíð, Lerkihlíð og Hvannahlíð um tíma. Viðgerð hófst í morgun og má gera ráð fyrir að truflanir á vatnsveitu standi fram eftir...
21.08.2025

Upplifir þú skerðingu á farsímasambandi?

Fjarskiptastofa vill koma á framfæri að lokun 2G og 3G farsímaþjónustu hér á landi fer nú fram í áföngum og verður lokið hjá öllum fjarskiptafyrirtækjum í síðasta lagi í árslok 2025. Síðastliðna áratugi hefur þessi þjónusta þjónað mikilvægu hlutverki, en hún stenst ekki lengur kröfur nútímans um háhraða gagnaflutning og eru 2G/3G netin því víðast...
19.08.2025

Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð fram eftir vikunni

Vakin er athygli á því að sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð fram eftir vikunni vegna framkvæmda. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.    
13.08.2025

Fjölbreytt dagskrá á Hólahátíðinni helgina 16. - 17. ágúst

Það verður sannkölluð stemning á Hólum um helgina þegar Hólahátíð fer fram með fjölbreyttri dagskrá fyrir unga sem aldna. Laugardagurinn 16. ágúst hefst kl. 14.00 með barnadagskrá á vegum skátafélagsins Eilífsbúa. Kl. 16.00 tekur við notaleg söngstund í Hóladómkirkju í umsjá Gunnars Rögnvaldssonar. Síðan geta gestir skellt sér í grill við...
13.08.2025

Tilkynning frá Rarik: Rafmagnslaust í Fljótum í dag, 13. ágúst.

Rafmagnslaust verður í Fljótum þann 13.8.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
12.08.2025

Tilkynning: Fráveituframkvæmdir við Ártún 17 næstu daga.

Vakin er athygli á fráveituframkvæmdum við Ártún 17 á Sauðarkróki í dag og næstu daga. Vegna þess má búast við truflun á umferð við íbúðarhúsnæðið á meðan á framkvæmdum stendur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja merkingum á svæðinu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
12.08.2025

Útboðsauglýsing: Sauðárkrókur - Útgarður, brimvörn 2025

Hafnarsjóður Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið “ Sauðárkrókur – Útgarður, brimvörn 2025”.
12.08.2025

Minningarbekkur tileinkaður Gísla Þór Ólafssyni í Sauðárhlíð

Sveitarfélagið hefur á undanförnum misserum komið upp fjölmörgum bekkjum víðsvegar í Sauðárhlíð og í Litla Skógi. Einn slíkur bekkur er frábrugðin öðrum, en hann er skreyttur ljóði og lagi eftir Gísla Þór Ólafsson (1979–2025), sem starfaði undir skáldanafninu Gillon. Gísli var fjölhæfur listamaður — tónlistarmaður, ljóðskáld, leikari, rithöfundur...